Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar
Gagnvirk hljóðganga í Heiðmörk - frumsýnt 3. júní kl 17.
„Eftir innilegt og mannbætandi samtal við sjálfsafgreiðslukassa í Bónus hélt ég út í náttúruna til að finna svör við spurningum sem ég vissi ekki einu sinni að brynnu á mér …“
Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar er gagnvirkt gönguleikhús sem fram fer í Heiðmörk þegar þátttakendum hentar og á þeim hraða sem þeir kjósa.
Áhorfendur hala niður þar til gerðu appi í símann. Svo er gengið eftir fyrirfram ákveðinni leið með hljóðverk í eyrunum en framvindan er beintengd staðsetningu þáttakanda.
Umhverfið verður þannig ljóslifandi vettvangur þessarar óvæntu frásagnar þar sem náttúra, mennska og tækni stíga sinn viðkvæma dans.
Listrænir aðstandendur
Verkið er eftir Tryggva Gunnarsson.
Um hljóðvinnslu og tónlist sér Valdimar Jóhannsson.
Leikarar eru Hilmir Jensson, Sólveig Guðmundsdóttir og Hannes Óli Ágústsson.
Verkið er hluti af Listahátíð í Reykjavík.
Verkið er styrkt af Starfsjóði listamanna og Leiklistaráði og er framleitt í samstarfi við Ósóma þjóðar.