Hvernig fer ég að því að hlusta?
Verkið fer fram í appinu Locatify Smart Guide í símanum þínum og í Jafnréttislundi í Heiðmörk.
Þegar þú setur Smartguide upp í símanum skaltu leyfa appinu að fylgja þér og hafa aðgang að GPS, svo allt virki sem skildi.
Svo leitarðu að “Óþekktur hlutur á pokasvæði sálar minnar” í appinu. Við mælum með að gera þetta á wi-fi neti þó svo það sé alls ekki nauðsynlegt.
Næst hlustarðu á innganginn annað hvort hér eða í appinu og ferð svo upp í Jafnréttislund sem finna má í hér í google maps.
Verið með appið kveikt og símann í vasanum er þið stígið út úr bílnum við Jafnréttislund, og njótið verksins í góðum heyrnatólum.
Það getur verið að ýta þurfi á play takkann á fyrsta staðnum, en eftir það er síminn best geymdur í vasanum.
Verkið tekur um 60 mínutur en það fer að sjálfsögðu eftir gönguhraða hvers og eins. Við mælum með því að taka ykkar tíma og njóta og fylgja leiðbeiningum í verkinu. Stoppið þegar þið eruð beðin um það og ekki hlaupa eða hjóla, þá er hætt við að einhverjir kaflar glatist í hamaganginum.
Hlustað heima eða bara hvar sem er
Ef þú átt þess ekki kost að fara í Heiðmörk og ganga þá geturðu ýtt hér til að hlusta á verkið í heild sinni án þess að fara á staðinn.